Halló?! Er einhver þarna?

Jæja.. Á maður að fara að taka upp á þessari vitleysu aftur? Það er svo langt síðan ég skrifaði að ég þarf að láta fólk vita ef ég byrja að blogga aftur því engum dettur í hug að það sé eitthvað nýtt að gerast hér... Gef því nokkra daga og sé til...

Þetta er búið að vera letilegast dagur í heimi! Fór á prófloka/vísindaferðar djamm í gær. Var komin heim rétt um eitt leytið því þá gáfust vinirnir upp! Rétt þegar maður var að komast í stuð.. Engin ending í fólki! (byrjað að drekka kl 16 en samt...)  Ég skrölti sem sagt heim um eitt, fannst klukkan ekki nærri því orðin nógu margt til að fara að sofa svo ég lagðist upp í sófa undir sæng og horfði á póker í sjónvarpinu! Það kemur kannski ekki mörgum á óvart en ég sofnaði yfir því.. vaknaði um hádegið, rétt um það leyti sem Dr. Phil laugardagsmaraþonið byrjaði (ennþá kveikt á sjónvarpinu) og fór að horfa á það... Reis upp úr sófanum um tvöleitið til að fara á klósett og taka á móti pizzu og lagðist svo aftur.. Er eiginlega bara búin að vera hér nema ég hef rétt staðið upp til að sækja mér vatn í fótabað og poppa! Ahhhhh dagurinn eftir próf! Vel varið... (svona þannig)

En! Ég var semsagt að klára próf í gær! Verkleg medicine! Gekk alveg ágætlega þrátt fyrir mikið stress og minnisleysi í gömlu konunni... Þessa helgi eru því mikil tímamót! Búin á medicine og þá tekur kirurgian við! Fyrir þá sem kunna ekki svona mumbo jumbo (flestallir nema læknar og nemar, ég allavega vissi ekkert hvað þetta var fyrr en í fyrra) þá er ég semsagt búin með lyflæknisfræðina (J.D í scrubs) og er á leið í skurðlæknisfræði (Turk í scrubs)! Ægileg spenna yfir því! Byrja á þvagfæraskurðdeild! Hlakka mikið til! Nú þarf ég bara að taka smá tíma á morgun í að rifja upp anatomiu blöðruhálskirtilsins! 

Reyndar er það alveg með ólíkindum hvað dagurinn í dag var rólegur svona miðað við hversu langur "to do" listinn er orðinn.. ægilega mikið sem safnast upp í svona prófatíð.. fyrst og fremst á dagskrá er tiltekt! Athyglissjúku kisunni minni hefur tekist að láta stofuna mína líta út eins og nýfallinn snjór liggi yfir öllu.. nema persónulega finnst mér þægilegra að hafa snjóflygsur á augnhárunum en kattahár... stefnan er semsagt tekin á allsherjar viðrun á morgun... ef ég nenni... 

Nú er fjórða vika frænkuátaks nýja ársins að klárast, stigin mín varla yfir 20 samtals og það verður ólíklegra með hverri vikunni að ég muni koma til með að komast í kjólinn sem ég ætlaði að passa í um páskana... Ekki nema kannski ef maður fer að kikka inn núna.. ég ætlaði að kíkja í leikfimi í dag en þegar ég fór á heimasíðuna til að tékka á opnunartímanum þá var þar klausa um að þar væri lokað vegna vatnsskemmda í dag... típískt... og ekki nenni ég að labbba um í frostinu og kuldanum! opnaði út í smá stund og hélt ég myndi missa tærnar...

En jæja.. þetta er orðið langt og leiðinlegt og klukkan er ekki nærri því jafnmargt og hún virðist vera! í alvöru! þetta er bilun í tölvunni! Halo En ég er alla vega farin í háttinn!

Góða nótt!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haha, heldurðu að einhver hafi ekki lesið færsluna!? :D

Hlakka geðveikt til að byrja í Turk, JD er bara prump. Verst að maður byrjar í þessu myndgreiningardrasli.

Hjörtur (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 22:09

2 Smámynd: Sólveig Kristín Guðnadóttir

Glætan! Hvernig fannst þú þetta! Ég vissi að þessi orðrómur um að þú værir að læra alla daga fram á kvöld væri bölvuð vitleysa! Hangir bara á netinu að lesa löngu dauð blogg...

Sólveig Kristín Guðnadóttir, 4.2.2008 kl. 07:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband