Þriðjudagur...

Ég get svo svarið það að síðasta gestabókarfærslan var 3. ágúst!!!!! 

Ég er búin að vera frekar bissí í dag.. Skóli, klipping, hittingur og bíó... og varla komið kvöld! Fór og lét klippa hárið í dag.. var nú svo sem ekki mikið klippt, ég var of mikil skræfa til að láta taka síða hárið mitt af.. Lét lita það dökkt í staðinn! Svona frekar dökkt.. soldið rautt.. (hlakka til að sjá hvað mamma segir við því!) Mér finnst það svaka flott! Dregur þvílíkt fram bláa augnlitinn (og augun mín eru sko venjulega grá!). Svo skellti hún í mig nokkrum liðum svona að gamni (bara með sléttujárninu, ekkert fast!) og endaði dæmið á plokkun og litun. Svo ég kom svaka pæja úr klippingu! Þá fór ég og hitti Sigrúnu og Ásu. Við vorum búnar að plana að kíkja í bíó kl 5:30. Þá kemst maður nefnilega í bíó á hálfvirði! "Eingöngu" 450 kall! (Já, bíómiðinn er í alvörunni farinn að kosta 900 krónur!!!!!). Við röltum um bæinn í svona hálftíma þangað til þeir opnuðu bíóið og við gátum komist inn í hlýjuna.. Þar hittum við Hjalta og fórum á "The devil wears Prada". Hún var alveg ágæt. Hægt að hlæja að henni og Meryl Streep alveg ægilega góð að vanda. Rosalega flott!

Þetta var voða fínt og allir í hálfgerðri vímu þegar við komum út enda sátum við í hárlakksskýji! (það þarf nefnilega soldið mikið hárlakk til að hárið mitt sem Jóhanna María klippari segir að nái alveg í topp 10 sléttustu hár í heimi haldist í krullum). Stuð..

En nú þarf ég að fara að læra og þrífa lök! Lilja ætlar nefnilega að kíkja í heimsókn um helgina og það er ekki eins og ég sitji á miklum birgðum af hreinum lökum og sængurfötum... Og svo er ég ekki ennþá búin að finna kassann með handklæðunum þannig að ég er ennþá að nota spítalahandklæðin sem dönsku hjúkkurnar skildu eftir og þau eru ekkert of mörg þannig að ég þarf víst að þvo svoleiðis líka.. ég er alltof löt til að reyna enn einu sinni að finna kassann...

En þetta ætti að vera stuð! Við sitjum hér tvær saman og þömbum herbalife... (Einar er orðinn alveg svaka duglegur að selja). Hmm vonandi á hún annað bragð en ég og þá getum við skipst á! Ji! Nú er ég orðin spennt!

En Bless...

Sólveig

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Einarsdóttir

Vivivivivivi

Spennan eykst. Og til að halda henni í hámarki ætla ég ekki að tilkynna hvaða tegund ég er með. En hlakka til að sjá þig á morgun og jú jú það er allt í lagi að vera svona andlaus annað slagið ef maður bætir það bara upp reglulega. ;)

Lilja Einarsdóttir, 17.10.2006 kl. 21:59

2 identicon

Hahahah! Ég get bara séð það fyrir mér... red eyed og að reyna að labba beinnt úr bíósalnum... "hárlakkið" gerir þetta við mann... hóst hóst... puff puff... Sólveig þarf greinilega að fara að segja sannleikan.. HAHAHA DJÓK... Ég sit uppá bókasafni á laugardegi og mér leiðist og þess vegna skrifi ég hérla eins og mér væri borgað fyrir það! KOSS OG KNÚS og ég hlakka til að sjá hitta þig later!

Hildur Sólveig (IP-tala skráð) 21.10.2006 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband