25.1.2007 | 14:02
Sæktu boltann!
Sóldís "The Wondercat!Ji haldiði að ég sé ekki bara búin að kenna kisunni minni að sækja! Hún á lítinn grænan uppáhaldsbolta, allan vel tuggðan og tættan. Núna er skemmtilegasta sportið að koma með hann til mín. Ég kasta honum, hún hleypur ægilega spennt á eftir og skoppar með hann aftur til mín í kjaftinum! Fær að sjálfsögðu gott klapp og hrós að launum og svo er það bara rinse and repeat þangað til önnur okkar gefst upp! (hún hefur nú ekki verið fyrri til enn sem komið er). Ég vissi ekki að það væri hægt að kenna kisum að gera svona lagað!
Athugasemdir
...ertu alveg viss um að þetta sé ekki hundur?...
Hafrún Huld (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 09:18
Ég er ekki í nokkrum vafa um það eftir þessa helgi að Sóldís er sko pottþétt hundur í dulargervi. Og til að reyna að plata okkur stelst hún annað slagið inn í herbergi til músanna og skoðar þær. En... hún er samt hundur, því hún reynir líka að glefsa eins og hundar gera í leik. SÓLDÍS..... ÞAÐ KOMST UPP UM ÞIG!!!!!!!
Lilja Einarsdóttir, 29.1.2007 kl. 18:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.