Komin aftur til lifenda?

Æ varla.. Maður er rétt skriðinn upp úr prófum þegar maður grefur sig í vinnu og partýundirbúning! Árshátíðir, undaneldispartý, St. Patricksday partý, Gæsapartý og þriðjudagar! Brjálað að gera í djamminu! Svo mikið að ég hef varla tíma til að vinna! Samt held ég áfram að taka á mig fleiri og fleiri vaktir og fæ aldrei nóg.. Kemst svo alltaf að því eftir á að ég myndi mikið frekar vera í fríi, að kvöldvaktir eru verulega slæmar fyrir félagslífið svo ekki sé minnst á alla deitmöguleika og að mikil fjarvera mín er mjög slæm fyrir geðheilsu kattarins (farin að hegða sér mjög undarlega svo ekki sé meira sagt)! Það er svo brjálað að gera hjá mér í vinnu og félagslífi að ég hef ekki einu sinni náð að klára að horfa á Heroes!!! Eins og það er nú orðið spennandi! Algerlega dottin úr venjulegri sjónvarpsdagskrá.. þetta er mjög óvenjulegt fyrir mig..

En annars er allt gott að frétta af okkur Sóldísi. Hún kúrir núna í fjarstýringakörfunni upp í hillu, alsæl eftir að hafa tætt í sig eldhúsrúllu, starað í góða stund á Jak og Daxter og nagað olnbogann á mér þar til þolinmæðin mín brast... Ég var að vinna í kvöld, kom heim, skellti vinum í tækið og browsaði netið þar til ég endaði hér.. Er svo að fara í háttinn þar sem ég er að vonast til að ná einhverjum í lunch date á morgun.. Það er víst ekki hægt nema maður sé vakandi... Stjörnuspáin mín talar um að mér verði hafnað í dag.. Þarf þess vegna kannski ekkert að hafa svo miklar áhyggjur af því að vakna... Hmm...

Jæja Lilja! Nú geturðu sett inn athugasemdir!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Einarsdóttir

Og klikka ekki á því og það samdægurs, jah eða næstum því klukkan er ´vist orðin 12)  Gott að sjá að þú ert enn á meðal lifenda en forvitni mín var vakin á því hverju ætlaðir þú að bjóða út í  "lunch deit".  Stjörnuspár eru bara bull svo keep up the good work. Er eitthvað komið á hreint varðandi sumarið????  Bíð spennt eftir næstu færlsu svo ég geti sett inn fleiri athugasemdir   

Lilja Einarsdóttir, 22.3.2007 kl. 00:08

2 identicon

Best að kvitta fyrir sig, gaman að sjá að þú sért ennþá á lífi  Kveðja frá Þórunni Gyðu

Þórunn Gyða (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 12:29

3 identicon

Hæ! Maður verður nú að kvitta, sýna að maður kíki... Annars býð ég þig velkomna til lifenda! Þökk fyrir snilldar gæsapartý og sjáumst svo bara í dag í brúðarkjólamátun!

Sigrún MaggaSigga (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 14:30

4 identicon

yoyoyo! Heyrðu, veistu hvað þú ert algjörlega búin að klikka á Sólveig Kristín mín? Sko, þú ert ekkert búin að setja inn mynd af bílnum þínum. Hvað á það að þýða? Ég væri sko löngu búin að gera það. Nú ertu með (1) efni í næstu færslu (2) smá vinnu fyrir næstu færslu (þú þarft nú að fara og þrífa bílinn áður en þú tekur mynd) og (3) KRÖFUR... JÁ KRÖFUR SEGJI ÉG! Jæja skvís, ég sé þig á morgun! koss og knússsss!

Hildur Sólveig the best 

Hildur Sólveig (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 21:56

5 identicon

löns deit eru góð, stjörnuspár er lítið að marka nema þær séu hérna: 

 www.astro.com

Vertu meira með kettinum, ég átti kött sem varð hálf snar af því ég var alltaf í burtu og ég er enn með móral.... 

magga hugrún (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 13:51

6 identicon

HAHAahhahhah... þú ert lifönd!

Doddi (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 13:21

7 identicon

Það á að banni þig að vera með blogg.

Hildur Sólveig (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 05:55

8 identicon

eða þér ;)

Hildur Sólveig (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 05:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband