Komin heim!

Jæja! Oh sjáid bara alla íslensku stafina! Á samt eftir að taka mig smá tíma ad venjast tví ad skella þeim öllum inn... eins og sést á setningunni hér á undan! 

Síðustu dagarnir mínir voru rólegir en góðir! Heimferðin gekk vel, smá stress á flugvellinum í Belfast. Við gengum inn og allur tékk inn salurinn var ein röð! Allir að bíða eftir easy jet. Mjög hallærislegt því að við vorum mætt klukkan 3 fyrir flug sem átti að fara hálf fimm (á að vera feikimeirennógur tími) og í röðinni var fólk sem átti ekki flug fyrr en um 8 leytið! (5, 6, 7 og 8). Stóðu sem sagt allir í sömu röðinni. Okkur var fljótlega sagt að það yrði kallað þegar færi að styttast í eitthvað flugið. Það var sem sagt algerlega tilgangslaust að standa í röð þar sem við yrðum kölluð fram fyrir hvort eð er! Mjög lame og skipulagslaust allt saman. En við komumst loksins að borðinu. Tékkuðum mig inn. Kyle reyndi að fá gæjann til að láta mig fara í gegn með öll 30 kílóin mín en það gekk ekki. Þurfti að skilja eftir eina tösku. Kom mér samt í gegn með 23 án þess að ég þyrfti að borga 15 pundin sem hann ætlaði að rukka mig um. Húrra fyrir Kyle!

Eftir ljúfa kveðjustund við öryggishliðið gekk ég inn. og var stoppuð. Of stór handfarangur, vinsamlegast farðu og tékkaðu hann inn! Ég hljóp alla leið til baka, fram fyrir röðina, lenti á sama gæjanum og áður og lét hann tékka inn fartölvutöskuna, 7,8 kíló!!!!! (og ég var búin að taka þungu bækurnar úr) Hann fussaði og sveijaði, "nú ætti ég sko að láta þig borga" en ég slapp!!!! Aftur að örygginu, úr skónum, hljóp í gegn, klukkan orðin 5! (vélin átti að fara 16:20) og settist niður því þeir voru ekki byrjaðir að hleypa inn í vél! Sem betur fer hafði ég gefið mér vel góðan tíma fyrir seinna flugið Þannig að ég lenti ekki í neinu veseni með það. 

Lent í London, náði í töskurnar, færði hluta af "handfarangrinum" í stóru töskuna, tók restina til að vera með í handfarangur og tékkaði mig inn. Var með 27,5 kíló! Afsakaði mig og sagðist vera að flytja heim. Gæjinn blikkaði ekki. Virtist ekkert vera að hafa neinar áhyggjur af yfirvigtinni minni en sagði mér að ég þyrfti að fara með bakpokann í outsize farangurinn út af böndunum á honum. Ég labbaði af stað, fattaði að ég var komin úr augsýn og skellti öllum handfarangri aftur í bakpokann! Svo labbaði ég í gegnum öryggi með ekkert nema vegabréf og brottfararspjald! Ahhhhhhh.

Ása sótti mig á flugvöllinn og byrjar á að tilkynna mér að ég geti ekki farið heim því að smiðirnir hennar Guðnýjar Erlu séu ekki ennþá farnir (/"#$%#&) þannig að ég fór til afa og gisti þar. Kom svo loksins heim í agalega snyrtilega og tóma íbúð um hádegi í gær. OHhh íbúðin mín er ógeðslega flott!!!

Komin heim!

Sólveig 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkomin heim elsku frænka mín Sólveig Kristín.

Þinn frændi, Orri

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 25.8.2006 kl. 22:37

2 identicon

Velkomin heim elsku frænka mín Sólveig Kristín.

Þinn frændi, Orri

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 25.8.2006 kl. 22:40

3 identicon

Velkomin heim á klakann. Vona að þú eigir eftir að meika það fram að þeim tíma að Kyle lætur sjá sig.

kv.Lilja frænka

Lilja frænka (IP-tala skráð) 27.8.2006 kl. 19:28

4 Smámynd: Lilja Einarsdóttir

Hey hey og halló

Það er nú engin þörf að hætta öllu bloggi þó heim sé komið. Hlusta bara ekki á svoleiðis bulllllll. Keep up the good work stelpa. Hlakka til að lesa næstu færslu.

kv. Lilja uppáhald

Lilja Einarsdóttir, 29.8.2006 kl. 20:16

5 identicon

Ókei, við erum alveg á leiðinni ;-)
Bara svo rosalega mikið að gera.
Hringi áður....
Kveðja, Hafrún

Hafrún Huld (IP-tala skráð) 30.8.2006 kl. 12:02

6 Smámynd: Sólveig Kristín Guðnadóttir

Hehe það er eitthvað meiri ákafi í að skila Jak og Dexter heldur en honum Matta litla í denn!

Ég skal skutla inn færslu á morgun. Núna er ég bara sybbin og á leið í rúmið. Áfram Magni!

Sólveig Kristín Guðnadóttir, 31.8.2006 kl. 01:02

7 identicon

Sko, það er nefnilega svo flókið að baða Jak og Dexter og það er alveg að bresta á þriftími ;-)

Hafrún Huld (IP-tala skráð) 1.9.2006 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband