Life goes on...

Það er alveg ótrúlegt hvað maður hefur lítið að segja þegar maður er hérna heima! Eins og ég gat nú blaðrað í útlöndum! Örugglega allir búnir að gefast upp á mér og löngu hættir að kíkja hvort ég hafi eitthvað að segja.. enda er það svo sem ekki mikið.. Ég á mér ótrúlega dull félagslíf sem byggist á því að horfa á vídjó (geðveikt gaman meðan á því stendur en ferlega pathetic þegar maður lítur yfir lífið og uppgötvar að maður hefur varla farið út úr húsi síðustu vikurnar). Ekkert djamm, enginn dans.. sorglegt... Sérstaklega þegar maður byrjar svo að vinna á elliheimili og stendur sig að því að öfunda vistmennina af öllu stuðinu... Tók fyrstu vaktina mína á Hrafnistu áðan! Var geðveikt stressuð þegar ég mætti, vissi ekkert hverju ég ætti von á (þó að ég hafi nú sem betur fer fengið nokkuð ítarlega lýsingu hjá Sigrúnu). Þetta var sem betur fer mjög rólegt og þægilegt, enda kvöldvakt um helgi, svo að ég komst hægt og rólega í gang. Ótrúlega óþægilegt að vita ekkert við hverju er búist af manni. Verð vonandi fljót að ná þessu..

En jæja.. núna ætla ég að hætta, þeir eru að sýna vetrardagskrána á Skjá einum plús! (já ég er í alvörunni svona sorgleg!)

Sólveig


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Neineinei!! Lít alltaf reglulega hingað inn og örugglega fleiri líka. Eeeen, ég er alltaf á leiðinni;-) Jak og Dexter suða daglega um að fá að fara heim. Ég tékka á þér eitthvert kvöldið og tek svo kannski rúnt með ungana í móðurhús. Hafrún Huld

Hafrún Huld (IP-tala skráð) 19.9.2006 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband