21.9.2006 | 00:02
Allt í rugli
Meira vesenið.
Jæja fréttir af mér! Ég fór í sumarpróf um leið og ég kom heim og komst svo að því í síðustu viku að ég hefði ekki náð því. Það þýðir að ég fæ ekki að halda áfram á fjórða ár. Ég er þvi búin að vera í viðtölum og að senda inn beiðnir og vesen til að fá að taka þriðja árið aftur. Núna er ég bara að bíða. Ég myndi reyndar ekki þurfa að taka allt árið aftur, bara fagið sem ég náði ekki. Það byrjar í október og er búið í feb/mars þannig að ég gæti unnið helling! Sem er kannski eins gott því ég fæ ekki námslán í ár... bögg...
Núna er mín þess vegna að vinna á fullu í sínum málum, búin að skrá mig á námstækninámskeið og fór í viðtal til námsráðgjafa í morgun. Það var reyndar nokkuð fyndið því að ég fór þangað og bjóst við að hitta hressa konu á fimmtugsaldri en nei! Myndarlegur þrítugur karlmaður sem ég þekki svo meira að segja! Var með honum í kennó! Frekar vandræðalegt svona til að byrja með en var svo bara ljómandi fínt! Spjölluðum í klukkutíma um hvað mér gengur illa að læra og svona. Hann ætlar svo bara að taka mig í meðferð í vetur! Nú á aldeilis að taka á því! 9 í öllu næstu 3 árin!!
Svo fór ég og spjallaði við deildarstjórann á Hrafnistu. Réð mig nefnilega í hjúkrunarstöðu gegn því að vera búin með þriðja árið. En samt er alveg séns á að ég fái að vinna við það samt. Það er nefnilega lyfjafræðin sem skiptir máli og ég náði henni. Deildarstjórinn ætlar að kanna þetta. Var samt alveg soldið spennt því að fallið mitt þýðir að ég get unnið mikið meira heldur en ég ætlaði í fyrstu. Og það vantar alveg soldið mikið fólk.
Þetta er stuð.. og verður bara skemmtilegra... við vonum samt bara það besta! Þýðir ekki annað.
Mamma, pabbi og triple A koma frá Spáni á morgun! Fara beint vestur. Fullur bíll svo ég spurði hvort þau vildu ekki senda Auði og Alexander með flugi og að ég kæmi með þeim... enginn svaraði mér svo ég pantaði bara flug. Um leið og ég var búin hringdi mamma og sagði að þau hefðu pantað flug fyrir Auði! Þannig að við tvær fljúgum og mamma og pabbi keyra Ársæli vestur.. stuð... Ég spurði þau samt fyrir viku og pantaði ekki flug fyrr en á þriðjudag! Eina skiptið sem ég er eitthvað fyrirsjál og er að vera voða sniðug að láta mér detta í hug sniðugar lausnir þá er ekkert hlustað á mig og svo bara samt farið eftir því... iss...
En ég ætla sem sagt að vera fyrir vestan í sælunni um helgina! Kem ekki aftur fyrr en á þriðjudaginn (og fer þá beint í vinnu). Þetta ætti að vera gott! Hlakka mikið til...
Sólveig
Athugasemdir
Já sammála Hafrúnu sys. Kíki reglulega hingað inn og athuga með lífið í Reykjavíkinni. Keep up the good work....
kv. Lilja uppáhald
Lilja Einarsdóttir, 24.9.2006 kl. 12:20
sæl sæl sæl.... jæja, hvernig væri að fara að uppfæra okkur aðeins?! Mig langar svo vestur :,(
Hildur Sólveig (IP-tala skráð) 11.10.2006 kl. 15:37
sæl sæl sæl.... jæja, hvernig væri að fara að uppfæra okkur aðeins?! Mig langar svo vestur :,(
Hildur Sólveig (IP-tala skráð) 11.10.2006 kl. 15:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.