Þorramatur og villibráð

Lilja heimtar að fá að heyra af súgfirðingafélagsþorrablóti.. Væri ekkert mál ef ég myndi eftir kvöldinu! Og nei, ekki er það svo spennandi að ég hafi verið svo drukkin að kvöldið sé í einni móðu! Nei nei minnið mitt bara ekki betra en svo að hlutir sem gerðust fyrir viku eru einfaldlega horfnir inn í eilífðina! Ásamt hlutum sem gerðust í gær.... (aftur hefur áfengisdrykkja ekkert með málið að gera...) Ég ætti kannski að fara að hafa áhyggjur af þessu...

En bíðið nú við... Glefsur... Ég man að ég var þarna og ég man að það var gaman... fullt af fólki sem maður þekkti (sem er nú ekkert sjálfsagt á þessum súgfirðinga samkomum), fullt spjallað, fullt dansað... Ég veit ekki hversu mikið meira er hægt að segja...

Jú! Lærdómurinn sem hægt er að draga af þessu kvöldi! Maður skal hugsa sig vel og vandlega um ef maður ætlar að fara einhleypur á svona skemmtun! Af hverju? Jú því maður þarf að hafa sterk, sterk bein.

Viku fyrir blót:
S:  "Já sæll Róbert, þetta er Sólveig Kristín, Guðnadóttir"
R: Já sæl
S: Ég ætlaði að fá að kaupa miða á þorrablótið
R: Já frábært! Það eru einmitt fjórir eftir, hvað viltu marga?
S: Einn
R: ...Bara einn?
S: Já einn
R: Einn já, þá eru þrír eftir...
S: Já og svo ætluðum við stelpurnar að fá að sitja saman
R: Já endilega, hvað eruð þið aftur margar
S: 13
R: 13?
S: Já, við erum 7 og allir með maka nema ég
R: Ert þú bara ein?
S: Já ég er bara ein..
R: Þannig að þið eruð 13
S: Já...

Í miðasölunni:
Miðasali 1: Hvað er nafnið
S: Sólveig, Guðnadóttir
M1: Já hvað ertu með marga miða
S: Einn
M1: bara einn?
S: Já einn
M1: Já ég sé það núna, einn miði
Miðasali 2: Þú borgar hér, hvað ertu með marga miða?
S: Einn
M2: Einn miða?
S: Já einn
M2: bara einn?
S: Já...

Við borðhaldið:
Eyþór: Jæja strákar, nú skuluð þið standa upp og horfa djúpt í augu ykkar heittelskaðrar og segja "Stelpur þið eruð frábærar"
S: ....bölvað...

Svo fer maður náttúrulega ekki á svona samkomur með von um góða veiði... (nema maður sé mikið fyrir menn annarra kvenna... þá kannski)

Talandi um vonlausa veiðistaði! Ég fór á létt djamm með Sigrúnu vinkonu á föstudaginn. Skelltum okkur á Dubliners þar sem við vissum af Ásu. (alltaf slæmt þegar manni finnst maður verða að afsaka staðavalið á einhvern hátt) Urðum ægilega kátar þegar við föttuðum að kynjahlutfallið þarna inni var 1 kona á hverja 15 karla! Fengum mikla jákvæða athygli en vorum svo sem ekki mjög jákvæðar á móti.. Sigrún tilkynnti öllum sem heyra vildu að hún væri sko gift kona og vann svo í því að selja mig hinum ýmsu mönnum. Vorum lengst af að spjalla við voðalega hressa kalla af árgerð 58! Sigrún var nú alveg á því að þetta væru nú bara hressilega þroskaðir menn og að ég ætti ekki að vera svona neikvæð... Dró það nú örlítið til baka daginn eftir þegar hún fattaði að árgerð 58 á stórafmæli á þessu ári....  (Takk fyrir kvöldið Sigrún mín! Þetta var frábært!!LoL Þó aflinn hafi verið heldur rýr..)

hmmmm gengur bara betur næst?

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Einarsdóttir

hohoh.... eins gott að við erum STERKAR stelpur.....

Lilja Einarsdóttir, 17.2.2008 kl. 22:34

2 identicon

Loksins eitthvað að gerast!!! Snilldarlýsing á þorrablótinu... en líta dáltið glatað. Súgfirðingar með margra ára reynslu í að eiga við... æji, þori ekki að segja það. Sendu mér sms og ég segi þér það;) En allavega, sorrí aftur með gamanmennin;) Þú ert by the way frábær bloggari:* túnæt túnæt.... þú segir mér hvernig feeeeer:)

Sigrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband