7.11.2006 | 14:22
Partýhelgin mikla!
Jæja! Þetta er nú aldeilis búið að vera stuð! Afi Einar varð 80 ára í gær og í því tilefni komu öll hans börn, barnabörn og barnabarnabörn til Suðureyrar. Barnabarnabörnin eru nú enn sem komið er bara 3 og það eru systur mínar sem hafa verið að framleiða þau hingað til. Það var haldið svaka partý á laugarskvöldið í Talisman, nýja sjávarréttaveitingahúsinu í Suðurveri. Mjög flottur salur og fínn hittingsstaður. Svo var kjúklingaveisla hjá ömmu á sunnudeginum. Æðislega gott en ruglaði fólk pínu í ríminu. Var mikið um að fólk óskaði hvort öðru gleðilegs nýs árs. Sem er nú ekki furðulegt því við hittumst nú yfirleitt bara um jól og nýárskjúklingaveislan hennar ömmu er nú víðfræg! Og svo var skírn á mánudaginn! Ævar og Thitikan skírðu litlu ægilega sætu dóttur sína Monu Marínu! Og héldu svo einhverja þá alstærstu veislu sem ég hef séð! Veislan var haldin í Talisman og þau voru örugglega með mat fyrir svona 200 manns í viðbót! En alveg allsvakalega góður matur og það veltu allir þaðan út.
Barnabörnin voru nú í enn meira stuði en börnin því þau héldu partí á föstudags, laugardags og mánudagskvöld! Rosalega gaman að sitja með Arnþóri, Arnari, Elvari Atla, Árna, Þórunni Gyðu, Hildi Sólveigu og fleirum og spjalla og syngja. Yfirleitt var gítarinn á lofti. Mikið sungið. Það urðu nú allir hálf kindarlegir þegar við vorum "böstuð" í miðju "Allir elska alla". Tókum það nokkrum sinnum upp á húmorinn, þetta er eitthvað sem lifir í minningunni. Var stanslaust sungið í gamla daga þó það væru margir tugir manna í herberginu. Þetta er sem sagt vísa, sem væri gaman að vita hver bjó til, sem fer á þessa leið "Einar, elsku besti Einar, allir elska Einar og allir syngja með!" (tók Einar því það eru svo margir svoleiðis í ættinni). Þetta er svo sungið um alla. Það koma allir mjög kátir og elskaðir úr mínum fjölskyldupartíum skal ég segja ykkur. Sjálfstraustbúst aldarinnar að kíkja á gott ættarmót... En alla vega þá vorum við í miðju slíku lagi þegar Elvar frændi gengur inn á okkur og ég held svei mér þá að allir hafi roðnað.. Misstum aðeins kúlið við þetta..
Núna er ballið semsagt búið.. Fólk er farið að tínast heim á leið. Hafrún og Hildur eru farnar, Elvar Atli, Emma og Ameríkufólkið fer í dag en Svíarnir og Sólveig verða eitthvað lengur! Ég nenni ekki heim strax... Ætla bara að vera hérna fram undir helgi.. En ekki yfir helgina því ég er að fara á Sálarball með gömlu súgfirsku vinkonunum á laugardaginn. Ég, Sigrún, Hallgerður, Jófríður, Elsa og Alda (og kannski fleiri) á leiðinni á ball saman... Það eru nú eitthvað mörg mörg ár síðan það gerðist síðast...
Ég er búin að fá mér kisu! Búin að eiga hana í næstum tvær vikur! Hún er ægilega sæt og heitir Sóldís í höfuðið á gömlu kisunni minni henni Vigdísi og mér! (EGÓ) Ég skelli inn mynd af henni við tækifæri! Hún kom með vestur og er alveg að slá í gegn hér! Finnst öllum hún svo mikið rassgat! Sjáum samt til hversu lengi það endist.. Krúttleikinn á það til að hverfa með aldrinum... Núna er hún í pössun á Ísafirði.. Róbert skrapp úr bænum og þá nýtti Guðný Erla tækifærið og fékk kisuna lánaða... Hún fékk að gista hjá Elvu Rún og Guðna Rafni í nótt. Svo ætlum við að kíkja í heimsókn til Einars og kynna hana fyrir Soldán! Einari langar til að sjá hvernig Soldán bregst við henni... Við vonum að hann líkist sjálfum sér og verði sallarólegur. Þetta er ansi stór hundur og lítil kisa... Amma vildi líka fá hana í heimsókn svo það verður nóg að gera hjá okkur á næstunni...
En nú er ég búin að tala allt of mikið... Þetta er orðin frekar löng færsla.. Það er svona þegar maður hefur eitthvað að segja! Ætli ég verði ekki að færa mig yfir á dýraland.is núna.. Héðan í frá verður líklegast ekkert sagt nema sögur af kettinum!
Mjá! Sólveig
Athugasemdir
Það er nú samt svo dæmigert að þegar maður hefur loksins eitthvað að segja þá eru allir þeir sem lesa bloggið á annað borð á staðnum! Þetta er hálf vonlaust... En! Best að gera það samt þar sem maður veit aldrei hversu vel fólk man eftir helginni!
Sólveig Kristín Guðnadóttir, 7.11.2006 kl. 14:24
Hehehe nú geri ég bara copy og paste og set á mitt blogg og þá er ég búin að blogga um síðastliðnu helgi. Takk takk
Lilja Einarsdóttir, 7.11.2006 kl. 16:07
Innilega til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn, hlakka til að sjá myndir! Það er nú einu sinni svo að fólk er mikið meira í því að fá sér BÖRN en dýr, þannig að ég er extra glöð að heyra um kisuna þína. Svo er nafnið hennar svo fallegt!
Gangi þér vel í skólanum og öllu þessu, það er glatað að falla - þekki það of vel!
Kveðjur til stórfamelien,
Sigga Gísla
Osló
Sigríður Gísladóttir (IP-tala skráð) 17.11.2006 kl. 15:41
Til hamingju með kiskis :)
magga (IP-tala skráð) 22.11.2006 kl. 11:07
Elsku mamma. Erum búnir að komast að þessu með köttinn !! Ætlum því ekki að láta sjá okkur í Álftamýrinni fyrr en eftir áramót í fyrsta lagi. Viljum nefnilega ekki vera étnir fyrir jól. Erum fluttir inn í herbergi til Ástrósar, þú getur sent jólakveðjuna til okkar þangað. Tíst og klór frá okkur til þín Jak og Daxter.
Músaskottin (IP-tala skráð) 27.11.2006 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.