TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ PABBI!!!

(í gær)... Ég gleymdi því ekki! Ég vissi bara ekki hvaða dagur var í gær fyrr en í dag...

 

Æ hvað lífið getur stundum verið ógurlega leiðinlegt... Búið að vera fínt í skólanum.. sem er bara sad... hápunktur dagsins míns er að sitja í gluggalausri kjallarakompu á Borgarspítalanum og hlusta á kalla þrusa um diabetes mellitus og thrombocytopenia! (sykursýki og blæðarar.. alltaf þarf að flækja málin...) Svo kem ég heim í þvílíka hitastækju að það er ekki líft (slökkt á öllum ofnum en þeir eru samt heitir... og ég kann ekki að stilla nýja fína upphitaða baðherbergið) ligg svo í móki á sófanum fram að kvöldmat (með skólabækurnar í fanginu), borða misgóðan mat (ég er ekkert sérstakur kokkur) og glápi svo á sjónvarp þangað til ég fer í rúmið... Þetta er vikan mín... Gvuð hvað þetta er sorglegt...  Óákveðinn  Sérstaklega eftir sumarið þar sem ég hreinlega stoppaði ekki... er mikið að spá hvort ég eigi að kíkja niður í bæ í kvöld.. það er læknanemahittingur.. verið að heilsa upp á nýju læknanemana... kannski verður Anna þar.. Súgfirðingum í læknadeild að fjölga um helming! Ekki slæmur árangur...

Ó já.. talaði við Kyle áðan.. hann er að fara með bróður sínum og fullt af íslendingum á ostru og Guiness hátíðina í Hillsborough í kvöld (ég fór í fyrra! mjög gaman! góður guiness! ostrurnar voru.... áhugaverðar) svo fara allir á landsleikinn Ísland-Norður Írland á morgun!!!! Áfram Ísland! Eða N-Írland.. þetta hljómar allavega mikið meira gaman en helgin mín... hiti, leiðindi og lærdómur...

En! Nú ætti familían að fara að streyma í bæinn! Á leið til spánar.... Gráta mamma, pabbi, Auður, Ársæll og Alexander Hrafn (hmm ákveðið trend í upphafsstaf þeirrar fjölskyldu...) öll að fara til spánar og ég er ekki að fara með... Ég fæ þó allavega að sjá litla "nýja" frænda minn!

Nóg í bili...

Sólveig

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Einarsdóttir

kvart kvart kvart.

Ég vil meira blogg...

kv.Lilja uppáhald

Lilja Einarsdóttir, 8.9.2006 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband