If cuddling is the best part he´s not doing it right!

Mér finnst þetta vera ein mesta eðalsetning sem heyrst hefur í sjónvarpi! (og pant ekki fá neinar leiðréttingar, mér er alveg sama hvort þetta sé orðrétt eða ekki) Hún græðir náttúrulega nokkuð mörg stig á því að það var hann Logan minn sem sagði þetta (Veronica Mars). Ég var einhvern tíma með þetta sem personal message á msn og það voru fáránlega margir sem voru ekki að fatta meininguna. Getur svo sem vel verið að þetta sé svona "you had to be there" dæmi. Fyrir þá sem ekki fatta þá er verið að tala um kynlíf og það er ekki verið að tala um að sleppa kúrinu, bara að ef það er besti hlutinn í ferlinu þá sé gæinn ekki að standa sig í hinu dótinu. Æ það er bara bæði betra...

Ég á ægilega sæta litla kisu. Ofsaleg dúlla eins og er (sefur í fanginu á mér) en getur verið major pain in the buttocs! Það eru til dæmis yfirleitt mun fleiri hlutir dreifðir um öll gólf þegar ég kem heim eftir skóla eða vinnu eða þegar ég bara vakna á morgnanna heldur en voru þar þegar ég fór út eða sofnaði, hún er algerlega á móti því að læra að hún á ekki að vaða á skítugum loppum uppi um öll borð, rúmið mitt er alltaf fullt af sandi og henni finnst ekkert skemmtilegra en að leika sér að klósettpappír og eyrnapinnum.. tættur pappír og bómull og beiglaðir pinnar út um allt hús! Hún er búin að læra í hvaða skúffu ég geymi pinnana, laumast ofan í hana við hvert tækifæri, opnar boxið sem þeir eru í og nælir sér í einn! Hún er líka fáránlega hrifin af vatni svona verandi kisa... Alltaf þegar ég er í baði þá stekkur hún upp á brúnina og horfir dáleidd ofan í vatnið. Svo dýfir hún loppunni ofan í og sleikir hana. Yfirleitt labbar hún út á bringuna á mér og niður magann og er komin hálf ofan í, eltandi froðuna. Ég má líka hvergi skilja eftir vatn í dalli þá er hún farin að skvetta eða vaða. Rugludallur. Snúsið er samt verst! Ég er yfirleitt með 2 vekjaraklukkur stilltar með 10 mínútna millibili. Hún vaknar yfirleitt við fyrstu hringingu, stekkur á fætur malandi og fer að mjálma og nudda sér upp við andlitið á mér. Ekki eins þægilegt og maður skyldi ætla þar sem ég enda yfirleitt alltaf með veiðihár upp í nefinu (kitlar alveg fáránlega mikið) eða rass í feisinu... Ég endist því sjaldnast allar 10 mínúturnar og hef þess vegna verið voða stundvís undanfarið, alltaf vöknuð á undan áætlun..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

komment testing 1 2 3

Sólveig (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 23:16

2 Smámynd: Lilja Einarsdóttir

Hí hí hí Þetta er í fyrsta lagi alveg stórskrýtinn köttur sem þú átt EN  í öðru lagi þá er nú greinilegt að hún er farin að þekkja þig og þinn svefn nokkuð vel, sér til þess að þú vaknir "on time", getur hún ekki bara líka svæft þig "on time"???

En já þessi setning er algjört gullkorn og þeir sem ekki skilja hana eru nú bara alls ekki í lagi.... Það er nokkuð ljóst.

Well gaman að lesa frá þér again

Kv. Lilja (og auðvitað Spáni sem ekki lagði í að fá kött í pössun....) 

Lilja Einarsdóttir, 11.1.2007 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband